Sérstök Covid-19 vél flýgur til og frá Akureyri

Mynd/Slökkvilið Akureyrar.
Mynd/Slökkvilið Akureyrar.

Ein sjúkraflugvél á vegum Mýflugs sér alfarið um að fljúga með sjúklinga sem eru með grun um eða staðfest smit af Covid-19. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Slökkviliðs Akureyrar. Þar segir að tekin hafi verið ákvörðun um þetta í samráði við Mýflug í síðustu viku.

Sjúkraflugvélin hefur nú þegar flogið með nokkra smitaða einstaklinga. Verður fyrirkomulagið með þessum hætti þar til faraldurinn gengur yfir. Segir í færslunni að þetta fyrirkomulag komi sér afar vel því ekki sé hægt að fara í annað flug fyrr en búið sé að þrífa vélina þegar flogið hafi verið með smitaða.


Nýjast