Seifur kominn í heimahöfn

Nýi dráttarbáturinn sigldi í heimahöfn á Akureyri um liðna helgi.
Nýi dráttarbáturinn sigldi í heimahöfn á Akureyri um liðna helgi.

Hafnasamlag Norðurlands kynnti nýjan og öflugan dráttarbát í gær en báturinn var þá nýlega kominn í heimahöfn á Akureyri. Bátnum var formlega gefið nafnið Seifur og mun koma hans koma til með að gjörbreyta möguleikum hafnarinnar til að sinna fleiri og stærri skipum sem hingað koma.

Báturinn var smíðaður á skipasmíðastöð í norðurhluta Spánar. Hann er með 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir var. Hann er 22 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn er búinn azimuth skrúfubúnaði og verður öflugasti dráttarbátur landsins og er jafnframt sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kaupverðið á bátnum er um 450 milljónir króna.


Nýjast