Safnar fyrir útgáfu bókar á Karolina Fund

„Ég get ekkert útskýrt að neinu viti hvernig sköpunargáfa virkar. Ég pæli bara mikið,“ segir Elí Fre…
„Ég get ekkert útskýrt að neinu viti hvernig sköpunargáfa virkar. Ég pæli bara mikið,“ segir Elí Freysson í viðtali í Vikudegi.

Rithöfundurinn Elí Freysson er þessa dagana að vinna að fjármögnun á útgáfu nýjustu bókar sinnar sem nefnist Feigðarflótti í gegnum vefsíðuna Karolina Fund. Söfnunin á Karolina Fund er ný leið hjá Elí þegar kemur að útgáfu.

Bókin Feigðarflótti er fantasía og gerist í skáldaðri útgáfu af þeim heimi sem við könnumst við úr Íslendingasögunum og norrænni goðafræði. Þeir sem vilja leggja lið við söfnun bókarinnar geta farið inn á vefsíðuna www.karolinafund.com og slegið inn Feigðarflótti.

Í Vikudegi sem kom út í gær er rætt ítarlega við Elí um bókaskrifin. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.

 


Nýjast