Safnað handa ungum hjónum frá Akureyri

Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Svala Fanney, systir Ragnars Snæs, m…
Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Svala Fanney, systir Ragnars Snæs, með bol sem gerðir hafa verið til styrktar fjölskyldunni. Mynd/Þórir Tryggvason.

Allur ágóði af leik KA og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í KA-heimilinu sl. mánudagskvöld rann óskiptur til ungra hjóna frá Akureyri og barna þeirra. Þau Fanney Eiríksdóttir og Ragnar Snær Njálsson greindu nýverið frá því að Fanney, sem þá var ófrísk af öðru barni þeirra hjóna, hefði verið greind með leghálskrabbamein.

Hún hafði farið í allar reglubundnar skoðanir en meinið fannst ekki fyrr en hún fór í tuttugu vikna sónar. 

Alls safnaðist tæplega 630 þúsund krónur fyrir fjölskylduna. Upphæðin er bæði af miðasölu inn á leikinn, sem og af sérstökum bolum sem gerðir hafa verið til styrktar fjölskyldunni.

Sonur Ragnars og Fanneyjar fæddist í lok september og hefur fengið nafnið Erik Fjólar. Ragnar segir drenginn bera sig vel, en þau Fanney vera við ölu búin. Erik fæddist á 29. viku meðgöngunnar og er undir eftirliti á vökudeild Landspítalans. Framundan eru svo strangar lyfja­ og geislameðferðir hjá Fanneyju.

Ragnar Snær Njálsson og Fanney Eiríksdóttir ásamt dóttur
þeirra. Myndin var tekin skömmu áður en Erik litli kom í
heiminn.

Ragnar Snær er fyrrum atvinnumaður í handbolta og uppalinn KA-maður. Hann á marga vini í KA­liðinu sem vildu sýna samhug í verki með framtakinu.


Nýjast