Safna 11 milljörðum til rannsókna við Kröflu

Borhola við Kröflu. Mynd/Landsvirkjun.
Borhola við Kröflu. Mynd/Landsvirkjun.

Jarðvísndamenn frá 9 löndum eru að safna 11 milljörðum króna fyrir alþjóðlegt verkefni í eldfjallarannsóknum við Kröflu. Fyrirhugað er að bora niður á bergkviku á svæðinu og koma upp miðstöð langtímarannsókna. Vísindamennirnir vilja meðal annars auka skilning á jarðskorpunni og eldgosum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

„Verkefnið kallast „Krafla Magma Testbed“ og þar sameinast sérfræðingar frá 27 rannsóknarstofnunum, háskólum og fyrirtækjum. Þeir helstu frá jarðvísindastofnunum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu, ásamt Háskóla Íslands. Einnig koma að þessu sérfræðingar frá Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Írlandi, Kanada og Frakklandi,“ segir í fréttinni.

 


Nýjast