Rúmri milljón úthlutað úr nýstofnuðum Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar

Þremur styrkjum var úthlutað og var heildarupphæð styrkjanna 1,2 milljónir króna. Félögin sem hlutu …
Þremur styrkjum var úthlutað og var heildarupphæð styrkjanna 1,2 milljónir króna. Félögin sem hlutu styrk voru Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri, Kraftur og DM félag Íslands.

Á dögunum var úthlutað í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar en sjóðurinn var settur á stofn í júnímánuði af fjölskyldu og vinum Baldvins sem lést þann 31.maí síðastliðinn eftir fimm ára baráttu við krabbamein. Sjóðnum er ætlað að styrkja einstaklinga, félög eða hópa á sviði íþrótta- og mannúðarmála sem er í anda Baldvins.

Þremur styrkjum var úthlutað og var heildarupphæð styrkjanna 1,2 milljónir króna. Félögin sem hlutu styrk voru Minningarsjóður Heimahlynningar á Akureyri, Kraftur og DM félag Íslands.

Heimahlynning á Akureyri er teymi hjúkrunarfræðinga sem aðstoðar krabbameinssjúklinga og veitir þeim heimaþjónustu sem gefur sjúklingum kost á því að dvelja sem lengst heima við sem var tilfellið hjá Baldvini. Minningarsjóður Heimahlynningar styður skjólstæðinga Heimahlynningar með kaupum á lyfjum og tækjum svo eitthvað sé nefnt.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Baldvin var félagsmaður í Krafti og fylgdist með starfsemi félagsins þó hann hafi ekki tekið mikinn þátt sjálfur. Styrknum er ætlað að hjálpa til við að efla starfsemi Krafts á landsbyggðinni.

Í fréttatilkynningu segir að DM sé erfðasjúkdómur sem móðurafi Baldvins lést úr fyrir 9 árum síðan, 64 ára að aldri. Fleiri ættingjar Baldvins bera sjúkdóminn. Til að mynda 9 ára gömul frænka hans sem var Baldvini afar kær. Stefnt er að því að hafa tvær úthlutanir á ári frá og með janúar 2020.

Vert er að benda á reikningsnúmer Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar sem er 565-14-603603 og kennitala 670619-0950. Einnig er Minningarsjóðurinn með síðu á Facebook.Nýjast