Risa danssýning um helgina

Mynd: Agnes photography
Mynd: Agnes photography

Á morgun laugardag fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri ein stærsta dansýning ársins á Norðurlandi. Sýningin er á vegum Steps Dancecenter og munu um 400 dansarar stíga á svið á aldrinum 3 – 50 ára. Dansþemað þetta árið eru söngleikir og verða öllum helstu söngleikjum gerð skil m.a. Grease, Sound of Music, Thriller, Chicago, Mamma mia, Fame, We will Rock You, Footloose, Dirty Dancing, Hairspray, Annie, Flashdance og Singin´ in the Rain.

„Æfingar standa núna yfir á fullu og erum við  vægast sagt full tilhlökkunar,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir en hún er ein af eigendum Steps. Um fjórar sýningar er að ræða og hefst sú fyrsta á morgun klukkan 11. Hægt er að nálgast miða með því að smella hér.


Nýjast