Reðurinn fjarlægður

Rakað hefur verið yfir reðurinn í gíg Hverfjalls. Mynd/ Umhverfisstofnun.
Rakað hefur verið yfir reðurinn í gíg Hverfjalls. Mynd/ Umhverfisstofnun.

Á Facebooksíðu Umhverfisstofnunar kemur fram að eitt af stóru verkefnum sumarsins hjá landvörðum í Mývatnssveit hafi verið að afmá áletranir í gíg Hverfjalls. Ferðamenn hafi í gegnum áratugina skemmt sér við slíka iðju ofan í gíg fjallsins. „Árið 2008 var gert stórátak og allar áletranir hreinsaðar úr gígbotninum en síðan hafa verið farnar reglulegar ferðir til að halda gígnum hreinum. Í sumar hefur orðið sprenging í áletrunum og hafa landverðir farið annan hvern dag að jafnaði til að fjarlægja nýjar áletranir,“ segir á síðunni.

Ein þessara áletrana var af gífurlega stórum reðri en landverðir hafa nú rakað yfir hann. Rétt er að taka fram að áletranir í náttúru Íslands eru ólöglegar.

 


Nýjast