Ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en það var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar sem fram fór nýverið. Katrín er jafnframt oddviti B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks. Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Katrín tók formlega við lyklavöldum í Ráðhúsinu í vikunni úr hendi fráfarandi sveitarstjóra Bjarna Th. Bjarnasyni. 


Nýjast