Ótækt að rukka gesti meira en bæjarbúa

Bæjaryfirvöld á Akureyri vildu aðra verðskrá fyrir aðkomumenn.
Bæjaryfirvöld á Akureyri vildu aðra verðskrá fyrir aðkomumenn.

Sérstakt íbúakort sem hefur verið í skoðun hjá Akureyrarbæ þykir ekki fýsilegur kostur að mati lögmanns bæjarins. Hugmyndin á bak við íbúakortið var m.a. að auðvelda íbúum aðgengi að stofnunum bæjarins, t.d. að söfnum, íþróttamannvirkjum, ofl. Með íbúakorti er einnig hugmyndin að geta boðið íbúum sérkjör að stofnunum eins og Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar.

Í minnisblaði frá Akureyrarstofu kemur fram að tilgangurinn sé að greina íbúa frá gestum, geta keyrt aðra verðskrá fyrir gesti og auka sýnileika þjónustunnar og notkun íbúa á þjónustunni. Í áliti sínu að beiðni Akureyrarstofu segir Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður að misjöfn gjaldskrá eftir búsetu hafi hvorki stoð í lögmætisreglunni né reglunni um málefnaleg sjónarmið.

Ef stofnun er háð opinberum styrkjum ættu allir að fá að njóta þjónustu hennar, óháð búsetu. Leggur bæjarlögmaður til að sérstakt árskort verið frekar skoðað. Akureyrarstofa hefur frestað afgreiðslu málsins.


Nýjast