Ósætti innan Golfklúbbs Akureyrar: Kennari segist rekinn án skýringa

Frá Jaðarsvelli á Akureyri.
Frá Jaðarsvelli á Akureyri.

Sturla Höskuldsson var rekinn úr starfi á sunnudaginn var sem PGA golfkennari Golfklúbbs Akureyrar. Á heimasíðu Golfklúbbsins kom fram að Sturla hefði sjálfur ákveðið að hætta en samkvæmt Facebook síðu kennarans er það ekki rétt. Frá þessu var greint á vefnum Kylfingur.is.

„Stjórn Golfklúbbs Akureyrar hefur í dag ákveðið að segja mér upp störfum frá og með deginum í dag,“ sagði Sturla á Facebook-síðu sinni. „Engar skýringar fylgdu uppsögninni en ég tel víst að það sé fyrir þær sakir að hafa sagt að formaðurinn væri óþolandi að vinna með og að ég vildi að kosinn yrði nýr formaður að komandi aðalfundi.

Aðalfundurinn verður haldinn í byrjun janúar og verður mjög áhugavert að sjá hvað fer fram þar, þegar ný stjórn tekur við. Ég vonast innilega eftir því að geta þá haldið árfam starfi mínu hjá GA, enda kunnum við virkilega vel við okkur hér á Akureyri. Ást og friður sé með yður!" skrifaði Sturla.

Á kylfingur.is segir að Sturla hafi tekið við sem PGA kennari hjá Golfklúbbi Akureyrar árið 2014 og hafði því starfað hjá klúbbnum í þrjú ár.  Þar áður hafði hann starfað sem golfkennari í Svíþjóð hjá Torreby Golfklubb, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbnum Oddi og Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs. 

Sigmundur Ófeigsson, formaður Golfblkúbbs Akureyrar, sagði í samtali við mbl.is að samstarfið hafi ekki gengið sem skyldi.

Sam­starfið hef­ur ekki verið eins og best verður á kosið,“ sagði Sigmundur. „Hann [Sturla] set­ur svo upp ein­hvern Face­book-hóp þar sem hann hraun­ar yfir stjórn­ina. Það er ekk­ert talað við okk­ur og við feng­um svo­lítið af for­eldr­um á móti okk­ur. Við reynd­um að ræða við hann en hann vill bara losna við stjórn­ina og fá að ráða. Stjórn­in var ein­huga um það að hún myndi ekki starfa und­ir þessu. Það var ekki bara formaður, held­ur öll stjórn­in. Hann [Sturla] hef­ur bara uppi þannig orð í garð fólks það það er ekki hægt að vinna svona og það hef­ur bara orðið al­gjör trúnaðarbrest­ur." 


Nýjast