Opnunartíminn lengdur í Sundlaug Akureyrar

Mynd/Daníel Starrason
Mynd/Daníel Starrason

Afgreiðslutími Sundlaugar Akureyri hefur verið lengdur þannig að í sumar verður opið til kl. 21:00 á laugardagskvöldum og 19:30 á sunnudagskvöldum. Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlaugarinnar segir að eftir að nýju vatnsrennibrautirnar hafi verið teknar í notkun hafi aðsókn aukist töluvert og stundum verið fullmargt í lauginni í einu. Það hafi sérstaklega verið áberandi á laugardögum.

Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar.

Áætlað er að ljúka framkvæmdum við sólbaðsaðstöðu og í garði á allra næstu dögum en ýmsar framkvæmdir eru enn á döfinni sem stefnt er að verði að veruleika á árinu. Þar má nefna að gera geymslu fyrir kennslu og æfingagögn ásamt fleiru sem fylgir rekstrinum. Skipta á um lásakerfi í búningsskápum og verða lyklar aflagðir en þess í stað tekin upp pinnúmerakerfi.


Nýjast