Opnun á stólalyftu í Hlíðarfjalli frestast

Af óviðráðanlegum orsökum frestast enn um sinn að hægt verði að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun. Á Facebook síðu Akureyrarbæjar segir að verkið sé mjög langt komið en slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafa gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar.

Nú sé markið sett á að hægt verði að taka nýju stólalyftuna í notkun eftir rúman mánuð eða í seinni hluta marsmánaðar.


Nýjast