Óheimilt að hrúga snjó á götur bæjarins

Mynd/Akureyrarbær
Mynd/Akureyrarbær

Á heimasíðu Akureyrarbæjar er athygli bæjarbúa vakin á því að óheimilt er að hrúga upp snjó af einkalóðum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um. Hægt er að losa snjó á skilgreindum snjólosunarsvæðum í bæjarlandinu. Búið er að kynna snjólosunarsvæðin fyrir snjómokstursverktökum í bænum.

Á næstu dögum kemur inn á kortasjá Akureyrarbæjar undir vetrarþjónustu kort af snjólosunarsvæðum á Akureyri. Undir vetrarþjónustu er einnig hægt að skoða hvar í bænum eru sandkistur, hver er forgangur í snjómokstri á götum og stígum sem og hálkuvörnum, segir á vef bæjarins. 


Nýjast