Ofbeldismálum fjölgar verulega hjá barnavernd

Alls bárust 516 barnaverndartilkynningar til Barnaverndar á Akureyri árið 2016 og hóf barnavernd könnun að eigin frumkvæði í 12 málum. Um
er að ræða 12% fjölgun frá síðasta ári í fjölda tilkynninga og bætist við 24% fjölgun sem var milli áranna 2014 og 2015. Þetta kemur fram í ársskýrslu barnaverndar.

Málefni 312 barna voru til könnunar og meðferðar á árinu, sem er sami fjöldi og undanfarin tvö ár. Í skýrslu barnaverndar segir ennfremur að nú sé áberandi fjölgun tilkynninga um ofbeldi, og valda þar mestu tilkynningar sem varða ágreining og átök milli foreldra – heimilisofbeldi, sem eru skráð­ar sem andlegt/tilfinningalegt ofbeldi gegn barni. Á árinu 2016 var tilkynnt um 160 mál varðandi ofbeldi en var 116 árið áður.

Nánar er fjallað um málið í Vikudegi.


Nýjast