Óásættanleg umgengni á Akureyri

Umgengni er víða óásættanleg í nærumhverfi Akureyrar. Mynd úr safni.
Umgengni er víða óásættanleg í nærumhverfi Akureyrar. Mynd úr safni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar vill hvetja fólk og fyrirtæki í Akureyrarbæ til þess að bæta umgengni um sitt nærumhverfi. Í bókun ráðsins segir að umgengni sé víða óásættanleg og ráðið mun fylgja því betur eftir á næstunni að almenningur og fyrirtæki fjarlægi númerslausa bíla, gáma og annað rusl, sem víða hefur legið óhreyft í langan tíma.


Nýjast