Nýr Vikudagur

Nýtt eintak af Vikudegi kemur út í dag og kennir þar að venju nokkurra grasa.

Opnuviðtalið er við Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, nýkjörinn alþingsmann í kjördæminu. Hún hefur um áratugaskeið starfað ötullega frá Framsóknarflokkinn, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið virk í grasrótinn. Venti hún því kvæði í kross á haustdögum, sagði skilið við gamla flokkinn og hoppaði ásamt fleirum upp í hinn glænýja Miðflokksvagn. Sá flokkur hlaut glimrandi kosningu í kjördæminu sem heldur betur breytti högum Önnu Kolbrúnar. Hún tekist nú á við starf Alþingismannsins. Á sama tíma glímir hún við vágestinn krabbamein sem hún greindist með vorið 2011.

Sauðfé kemur við sögu í blaði dagsins, sláturtíð er nýlokið og hefur aldrei fleira fé verið slátrað hjá Norðlenska en nú í haust. Bændur tóku óvenju mikið heim í þessari tíð. Þeir eru ósáttir við afurðaverð og krefjast þess að fyrirtækið hækki það nú þegar. Norðlenska sér ekki á þessari stundu forsendur til að svo geti orðið.

Það er við hæfi að í Matarkrók dagsins er boðið upp á hinar mjög svo vinsælu kótilettur, en þær ber á borð hin síkáta Harpa B. Hjarðar sem rekur ættir sínar í Jökuldalinn.

Ítarlega er farið yfir sögu hins níræða Kristnesspítala.

Fjórar dugnaðarprjónakonur tóku sig til og prjónuðu húfur sem allir fyrstubekkingar í Oddeyrarskóla fengu afhentar á alþjóðlegum degi gegn einelti sem var í vikunni.

Akureyrarbær hyggst reisa smáhýsi fyrir heimilislausa bæjarbúa og þá sem búa við fjölþættan vanda; við ósa Glerár, að Norðurtanga. Minnihlutinn telur slíka jaðarsetningu auka á vanda fólksins en felst á að smáhýsin fá stöðuleyfi á þessu slóðum til tveggja ára.

Og fyrstu skotunum hefur verið hleypt af snjóbyssunni góðu í Hlíðarfjalli en stefnt er að því að opna skíðasvæðið um næstu mánaðmót.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast