Nýr sérbjór frá Kalda valinn sá besti á bjórhátíð

Fulltrúar Kalda á bjórhátíðinni; Andri Már, Ingi Valur og Alexander Reynir.
Fulltrúar Kalda á bjórhátíðinni; Andri Már, Ingi Valur og Alexander Reynir.

Nýjasti bjórinn frá Kalda er belgískur Tripel og vann bjórinn til fyrstu verðlauna á bjórhátðinni á Hólum í Hjaltadal sem haldin var í áttunda sinn í byrjun júní. Það voru gestir hátíðarinnar sem völdu bjórinn þann besta. Bjórinn er bruggaður með tékknesku og belgísku malti og humlaður með tékkneskum og nýsjálenskum humlum.

Í lok suðu var bætt við kandís sykri. Bjórinn var gerjaður við frekar hátt hitastig sem framkallar hin ýmsu brögð úr gerinu og var bjórinn var gerjaður með belgísku klaustur geri og belgísku Saison geri.

Sigurður Bragi Ólafsson og aðrir bruggarar hjá Bruggverksmiðjunni Kalda brugguðu verðlaunabjórinn.


Nýjast