Nýr hótelstjóri á Icelandair hótel

Sigrún Björk Sigurðardóttir.
Sigrún Björk Sigurðardóttir.

Sigrún Björk Sigurðardóttir hefur verið ráðin hótelstjóri á Icelandair hótel Akureyri. Hún tók við af nöfnu sinni Sigrúnu Björk Jakobsdóttur þann 20. desember síðastliðinn. Sigrún er fædd og uppalin á Akureyri og hefur starfað í tæp 7 ár á Icelandair hótel Akureyri sem yfirþerna eða frá því það opnaði sumarið 2011.

Áður starfaði hún við rannsóknir hjá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Sigrún Björk lauk B.A. prófi í samfélags- og hagþróunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2008 og stundar nú MS nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsmál. Hún er gift Hrafni Jóhannessyni tölvunarfræðingi og saman eiga þau þrjú börn.  

 


Nýjast