Nýir stjórar

Hjörleifur Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms

Tveir nýir stjórar hafa heiðrað okkur Akureyringa á liðnum vikum með fastri búsetu. Leikhússtjórinn Marta Nordal og nýi bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir og býð ég þær báðar velkomnar en langar þó að minnast lítillega á starfsemi leikfélags Akureyrar eins og það hefur komið mér fyrir sjónir síðustu árin.

Þar, sem ég var til margra ára félagi í LA en sagði mig úr leikfélaginu þar, sem ég og raunar margir fleiri vorum mjög ósammála
þeirri ákvarðanatöku að færa LA í Hof til fylgilags við Sinfóníuna og rekstrarfélag Hofs, sem ég taldi mjög óraunverulegan gjörning þar, sem m.a. ég taldi að yrði hringlað með fjármuni á milli stofnana innan MAK og ekkert hagræði yrði að öðru leiti innan MAK
enda komið á daginn. 

Það gekk mikið á með tilfærslu LA í Hof og m.a. var þáverandi ágætur leikhússtjóri María Sigurðardóttir rekin á staðnum og átti ekki einu sinni að fá að klára það verk, sem hún var byrjuð með. Þar gekk harðast fram fyrrv. bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir, sem hafði bolað sér inn í stjórn LA og fékk þar öllu ráðið, sem hún vildi sérlega vegna lítilsgildra annarra stjórnarmeðlima. María var ágætur leikhússtjóri og leikstjóri fengi hún frið en árásin á hana beindist m.a. af því að hún var á móti flutningi LA í Hof en þar naut Sigrún Björk verulegs stuðnings fyrir brottrekstrinum frá eiginkonu þáverandi leikhússtjóra en sú hafði mikil ítök í Hofi og fór mikinn þar. Þetta var sorgarsaga allt saman og virkilega illa farið með Maríu Sigurðardóttur.

En til að gleðjast yfir hingað komu Mörtu nýs leikhússtjóra hjó ég eftir því í nýlegu viðtali við hana í Vikudegi að henni virðist í mun að færa allla starfsemi LA aftur í Samkomuhúsið hið eina sanna leikhús bæjarins. Það er jú byrjun á góðu starfi og eru verulega góð tíðindi þó ekki væri fyrir annað en að Hof er ekkert leikhús og hefur aldrei verið. Þá talar Marta um að að hugur stefni til að fastráða 4 leikara en þeirri ákvörðun fylgir böggull skammrifi að helst engir akureyrskir leikarar eru til nema gamalmenni því í þeim efnum hefur ekkert verið hugsað fyrir endurnýjun seinni árin.

Ég segi ekki að þau gömlu geti ekki komið að einhverjum notum. Leiklistarnámskeið hafa verið auglýst í nafni LA fyrir börn en þar sýnist mér vera um að ræða hreint peningaplokk því mörg ár eru í að börnin hafi aldur til að fullnema sig í leiklistinni og fara í alvöru leiklistarskóla og að mér vitandi getur atvinnuleikhús ekki ráðið til sín nema réttindaleikara. Skyldu þeir, sem standa fyrir fyrrgreindum námskeiðum ætla að úvega börnunum vinnu í millibilsástandinu. Gangi þér vel í starfi Marta Nordal.

Brúin
Að lokum er það svo nafngiftin á milljónabrúnni við Drottningarbrautina. Ekki var hægt að gefa Brúnni vitlausara nafn en Samkomubrúin. Brúin þessi hefur alls enga skírskotun til Samkomuhússins á einn eða annan hátt og mun aldrei verða tengd við það merka hús. Það er hreinn ábyrgðarhlutur að gefa Brúnni slíkt uppnefni. Auðvitað hefði Brúin átt að heita BRÚIN við POLLINN eða að öðru leiti Brúin í fjörunni. En öll er vitleysan ekki eins.

P.S. En hvernig hefði verið að kalla hana „partýbrúin“ ef hún er ætluð til samkomuhalds.

Leiðrétting

Hafa skal það, sem sannara reynist og vil ég hér með  bæta fyrir mistök mín, sem urðu í grein minni NÝIR STJÓRAR í síðasta tölublaði Vikudags. Þar fór ég eftir óvönduðum heimildum niðrandi orðum um leikistarnámskeið hjá Leikfélagi Akureyrar og taldi þar vera um peningaplokk að ræða. Eftir  samtal, sem ég átti við nýjan leikhússtjóra Mörtu Nordal s.l.mánudag, kom sannleikurinn berlega í ljós. Leiklistarnámskeiðin eru ekki frekar ætluð aðilum,sem hugsa sér frekara nám í leiklist heldur börnum, sem hafa ánægju af því að koma saman og vera með í uppbyggilegu starfi mannlegra samskipta, læra  tjáningu  og efla  þroska þeirra útí lífið. Mikil aðsókn og gaman er hjá börnunum, sem sækja námskeiðin. Ég bið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar.               

-Hjörleifur Hallgríms


Nýjast