Nýir framkvæmdastjórar Handverkshátíðarinnar

Kristín Anna Kristjánsdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir ásamt Finni Yngva Kristinssyni sveitarstj…
Kristín Anna Kristjánsdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir ásamt Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit.

Stjórn Handverkshátíðar hefur gengið til samnings við fyrirtækið DUO um framkvæmdastjórn hátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit en að fyrirtækinu standa þær Kristín Anna Kristjánsdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir. „Fjölmargir góðir aðilar sóttust eftir verkefninu en stjórn var samróma um að semja við DUO sem hefur fram að færa góða reynslu, skemmtilegar hugmyndir og brennandi áhuga á verkefninu til framtíðar,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar.

DUO er stofnað snemma árs 2018 og rekið af grafísku hönnuðunum Heiðdís Höllu og Kristínu Önnu. Fyrirtækið býður upp á alhliða grafíska hönnun sem og skipulagningu og markaðssetningu hverskyns viðburða. Aðspurðar segja þær Kristín og Heiðdís Handverkshátíðina vera mikla lyftistöng fyrir sveitarfélagið og handverksfólk á landsvísu og taka þær fagnandi á móti þessu krefjandi verkefni og stefna á að gera góða hátíð enn betri, segir á vef Eyjafjarðarsveitar. Handverkshátíðin er haldin í ágústmánuði ár hvert.


Nýjast