Ný stjórn yfir rekstri Hlíðarfjalls

Hlíðarfjall.
Hlíðarfjall.

Ný stjórn hefur verið skipuð yfir reksturinn í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Bæjarráð Akureyrar hefur skipað Höllu Björk Reynisdóttur L-lista sem formann stjórnar, en auk hennar skipa stjórnina þau Andri Teitsson L-lista og Evu Hrund Einarsdóttir D-lista. Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista er varamaður í stjórn.

Halla Björk segir að nýja stjórnin verði framkvæmdarstjóra og öðrum starfsmönnum til stuðnings í þeim verkefnum sem framundan eru. Þá segir hún að starfsemin í fjallinu hafi verið að aukast töluvert á síðustu árum.

„Það er ljóst að mörg tækifæri eru til þess að nýta fjallið enn betur til heilsársþjónustu og verður spennandi að fá að taka þátt í því,“ segir Halla Björk.  


Nýjast