Ný hreinsistöð í byggingu við Sandgerðisbót - hrein strandlengja eftir 2020

Ttölvumyndin sýnir hvernig hreinsistöðin mun líta út þegar verkinu verður lokið, vorið 2020. Hreinsi…
Ttölvumyndin sýnir hvernig hreinsistöðin mun líta út þegar verkinu verður lokið, vorið 2020. Hreinsistöðin verður á grjótvarinni landfyllingu við Sandgerðisbót.

Ný hreinsistöð fyrir fráveitu á Akureyri verður tekin í notkun vorið 2020. Þá næst langþráður áfangi, mengun við strandlengjuna á Akureyri verður ávallt innan þeirra marka sem skilgreind eru í reglugerð um fráveitur og skolp. Hreinsistöðin er á grjótvarinni landfyllingu við Sandgerðisbót, en með tilkomu hennar verður allt skólp frá bænum grófhreinsað og því veitt um 400 metra frá landi og á 40 metra dýpi þar sem það dreifist.

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku segir að um sé að ræða stóra framkvæmd, kostnaður með öllu, byggingu stöðvarinnar, vélbúnaði, útrásinni og öllu sem tilheyrir nemi um einum milljarði króna.

Með tilkomu nýrrar hreinistöðvar eftir tæplega tvö ár er komið að lokapunkti hvað það varðar að hreinsa allt fráveituvatn sem í hana fellur, svartvatn, grávatn, rigningarvatn og hvaðeina sem ofan í niðurföll fer.

„Þegar stöðin verður tekin í notkun innan tveggja ára höfum við náð því markmiði að uppfylla allar reglugerðir sem settar eru í þessum efnum. Það lofar góðu og við væntum þess að bæjarbúar verði ánægðir með þann áfanga að skólp og saurkóligerlar eiga aldrei að ná að ströndinni,“ segir Helgi, en ástand sjávarins verður vaktað sérstaklega með mælingum sem gerðar verða með reglulegu millibili. „Bæjarbúar geta einnig lagt sitt á vogarskálinu með því að henda engu í klósettið sem þangað á ekki  að fara. Klósettið er ekki ruslafata.“.


Nýjast