Músarameistarinn Ísfjörð á Húsavík

Aðalsteinn Ísfjörð með flöskusafnið sitt að baki. En tengist þessari sögu ekki á nokkurn hátt.
Aðalsteinn Ísfjörð með flöskusafnið sitt að baki. En tengist þessari sögu ekki á nokkurn hátt.

Það hefur löngum verið  trú margra hér á landi að aðeins sé hægt að treysta því sem skrifað stendur í þremur höfuðverkum, sem sé  Biblíunni, Morgunblaðinu og Símaskránni. Flestir eru sammála um að Biblían og Mogginn séu óskeikul en Símaskráin hefur átt það til að fara með fleipur. Á því fékk Aðalsteinn Ísfjörð, harmonikkusnillingur og múrarameistari á Húsavík að kenna.

Eftir að ný símaskrá kom einu sinni sem oftar út, fóru kunningjar Alla að hringja í hann og kvarta undan músa- og rottugangi og biðja hann að koma og redda þessu. Alli kvaðst ekki koma nálægt svoleiðis ófögnuði, sagði mönnum að hafa samband við Árna Loga meindýraeyði alls mannkyns, og hvaða helvítis hótfyndni þetta væri eiginlega!

Þá var honum bent á að fletta upp á sjálfum sér í  nýju Símaskránni. Sem Alli og gerði og þá stóð þar svart á hvítu: Aðalsteinn Ísfjörð, músarameistari, Baughóli, Húsavík. JS


Nýjast