Mun kosta um 2 þúsund krónur í Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng opnu fyrir bílaumferð í byrjun desember.
Vaðlaheiðargöng opnu fyrir bílaumferð í byrjun desember.

Gera má ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur fyrir að aka í gegnum Vaðlaheiðargöng en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur.

Þetta segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga í samtali við Morgunblaðið um gjald­töku sem ráðgert er að hefj­ist þegar göng­in verða opnuð 1. des­em­ber næst­kom­andi. Sam­kvæmt nú­ver­andi áætl­un­um verða heild­ar­tekj­ur af gjald­tök­unni frá 800 millj­ón­um króna til eins millj­arðs króna. Til að inn­heimta gjaldið þegar öku­menn eiga leið um göng­in verður not­ast við nýja tækni byggða á núm­era­plö­tu­grein­ingu sem er lítt þekkt hér á landi.


Nýjast