Mjallhvít og dvergarnir sjö á Húsavík

Snædís Gunnlaugsdóttir.
Snædís Gunnlaugsdóttir.

Þegar Vilmundur Gylfason stofnaði Bandalag  jafnaðarmanna, hreifst fólk um land allt af eldmóði þessa unga manns af Aragötunni. Húsvíkingar fóru ekki varhluta af þessu og var boðað til stofnfundar á Hótel Húsavík. Þar mættu að vísu aðeins átta manns, sjö karlmenn og að auki Snædís Gunnlaugsdóttir, hinn ljóshærði og undurfríði lögmaður á Sýsluskrifstofunni.

Eftir fundinn voru bæjarbúar fljótir að finna nafn á væntanlegt framboð Bandalags jafnaðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, nefnilega Mjallhvít og dvergarnir sjö.

Því miður gekk það ekki eftir að Snædís færi fram og næði kjöri, en huggun harmi gegn að önnur vösk kona á Húsavík, Kolbrún Jónsdóttir, leiddi síðan listann og fór inn á þing. JS


Nýjast