Mikinn snjó hefur tekið upp í Hlíðarfjalli

Þessi mynd var tekin í Hlíðarfjalli um helgina. Mynd/Hlíðarfjall.is
Þessi mynd var tekin í Hlíðarfjalli um helgina. Mynd/Hlíðarfjall.is

Mikið hefur tekið upp af snjó í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar og hefur skíðasvæðið verið lokað undanfarna daga. Á heimasíðu Hlíðarfjalls segir að starfsmenn hafi verið að dýptarmæla þann snjó sem eftir er til að ákvarða hvar og hversu miklum snjó er hægt að ýta yfir þau svæði sem verst líta út.

"Einnig erum við að staðsetja snjóbyssur þannig að hægt verði að setja framleiðslu í gang um leið og færi gefst. Það er von okkar að geta opnað sem fyrst aftur," segir á heimasíðu Hlíðarfjalls.


Nýjast