Mikil spenna á Íslandsmótinu í strandblaki

Hér má sjá verðlaunahafa mótsins. Mynd/KA
Hér má sjá verðlaunahafa mótsins. Mynd/KA

Um sl. helgi fór fram Íslandsmótið í strandblaki í Kjarnaskógi á Akureyri en blakdeild KA sá um umsjón mótsins. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður til fyrirmyndar.

Alls var leikið í þremur deildum kvennamegin og í einni hjá körlunum og var gríðarleg spenna þegar kom að úrslitaleikjunum á sunnudeginum.

Hér má sjá verðlaunahafana í deildunum.

1. deild karla
1. sæti – Austris Bukovskis og Sigþór Helgason
2. sæti – Karl Sigurðsson og Arnar Halldórsson
3. sæti – Arnar Már Sigurðsson og Filip Pawel Szewczyk

1. deild kvenna
1. sæti – Velina Apostolova og Perla Ingólfsdóttir
2. sæti – Heiðbjört Gylfadóttir og Laufey Björk Sigmundsdóttir
3. sæti – Birna Baldursdottir og Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir


2. deild kvenna
1. sæti – Helga Guðrún Magnúsdóttir og Sólveig Jónasdóttir
2. sæti – Sandra B. Magnúsdóttir og Rasa Ratkuté
3. sæti – Ragnheiður Eiríksdóttir og Ásdís Linda Sverrisdóttir


3. deild kvenna
1. sæti – Birna Ruth Jóhannsdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir
2. sæti – Telma Hrönn Númadóttir – Charlotta Björk Steinþórsdóttir
3. sæti – Ástrún Svala Óskarsdóttir / Þórhildur Hrafnsdóttir

Í lok móts voru stigameistarar einnig krýndir en Perla Ingólfsdóttir var stigameistari kvenna og Janis Novikovs var stigameistari karla.

 


Nýjast