Miðaldadögum á Gásum aflýst í ár

Frá Miðaldadögum á Gásum í fyrra. Ljósmynd/Hörður Geirsson
Frá Miðaldadögum á Gásum í fyrra. Ljósmynd/Hörður Geirsson

Stjórn Gásakaupstaðar ses og Gásverjar hafa tekið þá ákvörðum í ljósi aðstæðna að aflýsa Miðaldadögum á Gásum  í ár.  Síðustu ár hafa um 2000 manns árlega ferðast aftur til fortíðar þriðju helgina í júlí þegar þeir sækja Miðaldadaga á Gásum í Eyjafirði heim en hátíðin hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2003. Búið er að ákveða dagsetningu fyrir árið 2021.

„Í ár verða menn að halda sig í samtímanum en fá tækifæri að ári til að upplifa verslunarstaðinn frá miðöldum á blómatíma hans. Þá verður á ný hægt að kynnast handverki og daglegum störfum frá miðöldum í sviðsmynd verslunarstaðarins á Gáseyrinni þar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregða á leik og taktföst högg eldsmiða og sverðaglamur heyrast um allan fjörð. Gásverjar allir hlakka til að ferðast aftur til fortíðar með ferðaþyrstum gestum helgina 16.-17. Júlí 2021,“ segir í tilkynningu.

 


Nýjast