Metaðsókn í Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar. Mynd/Akureyri.is
Sundlaug Akureyrar. Mynd/Akureyri.is

Metaðsókn var í Sundlaug Akureyrar árið 2018. Gestir voru alls 431.044 miðað við 388.963 árið 2017. Árið 2011 voru gestir 330.000 og hefur því fjölgað um 100.000 á sex árum. Á vef Akureyrarbæjar segir að aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar hafi nú verið slegið þrjú ár í röð og aðsóknartölurnar skili Sundlauginni mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu sundlaugar landsins.


Nýjast