Meiri tafir geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Brýnt þykir að setja búnaðinn upp fyrir veturinn en breska ferðaskrifstofan Superbreak áætlar að hef…
Brýnt þykir að setja búnaðinn upp fyrir veturinn en breska ferðaskrifstofan Superbreak áætlar að hefja beint flug frá borgum í Bretlandi og til Akureyri, fyrsta flugið er í desember.

„Framkvæmdatíminn er núna og ekki eftir neinu að bíða,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Bæjarráð skipaði Höllu og Hlyn Jóhannsson í starfshóp um aðstöðu fyrir flugfarþega í tengslum við millilandaflug. Óskaði bæjarráð eftir að Markaðsskrifstofa Norðurlands og Akureyrarflugvöllur skipi einnig fulltrúa í hópinn.

Bæjaráð fjallaði um aðflugbúnað á Akureyrarflugvelli og aðstöðu fyrir flugfarþega í tengslum við millilandaflug.. Þar var samþykkt bókun þar sem bæjarráð harmar þá stöðu sem uppsetning ILS aðflugsbúnaðar við Akureyrarflugvöll er komin í. „Frekari tafir á uppsetningu búnaðarins geta haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir starfsemi ferðaþjónustu á Akureyri og Norðurlandi öllu,“ segir í bókun bæjarráðs sem skorar á ríkisvaldið og ISAVA að hefja framkvæmdir án frekari tafa og efna með þeim hætti áður gefin loforð.

Brýnt þykir að setja búnaðinn upp fyrir veturinn en breska ferðaskrifstofan Superbreak áætlar að hefja beint flug frá borgum í Bretlandi og til Akureyri, fyrsta flugið er í desember. 

Ákveðið var að kaupa áðurnefndan ILS búnað til að gera aðflug að vellinum öruggara og fengust 100 milljónir króna til þess verkefnis. Fljótlega kom í ljós að kostnaður yrði umtalsvert meiri, um 180 milljónir í allt. Það vantar því 80 milljónir króna til að hægt verið að ljúka verkinu.

 


Nýjast