„Mannauðurinn er mikill og framtíðin björt“

Björg Erlingsdóttir.
Björg Erlingsdóttir.

Björg Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Svalbarðsstrandahrepps en hún var valin úr hópi 12 umsækjenda sem sóttu um starfið. Björg mun hún hefja störf á komandi haustmánuðum.

„Starfið leggst vel í mig. Sveitarfélagið er vel rekið og uppbygging fyrirhuguð með tilheyrandi verkefnum. Sveitarfélagið hlúir vel að fjölskyldufólki og unnið er markvisst að því að gera gott samfélag betra,“ segir Björg í samtali við Vikudag. „Ég hef ekki búið á Akureyri síðustu 20 árin. Breytingarnar sem orðið hafa á Eyjafjarðarsvæðinu eru miklar og greinilegt að margir sjá kosti þess að búa í nágrenni Akureyrar, þangað sem hægt er að sækja alla þjónustu um leið og íbúar njóta náttúru og rólegs umhverfis utan Akureyrar.  Svalbarðsstrandarhreppur er ekki  fjölmennasta sveitarfélagið en þar hefur verið unnið gott og markvisst starf við uppbyggingu, mannauðurinn er mikill og framtíðin björt,“ segir Björg.

Skipulagsmál fyrirferðarmikil

Spurð um helstu verkefnin framundan hjá sveitarfélaginu segir Björg að mikil uppbygging sé í vændum. „Íbúafjöldinn vex, ný hú rísa og bærinn orðinn stærri. Það er mikil vinna framundan við að raungera þær áætlanir sem eru uppi um nýja íbúðabyggð norðan við núverandi byggð á Svalbarðseyri. Skipulagsmál verða því fyrirferðamikil næstu misserin auk þess sem framundan er áætlanavinna vegna þessara verkefna sem fylgir uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar.“


Nýjast