Lemon opnar nýjan stað í miðbænum

Lemon hefur vakið lukku hjá Akureyringum og opnar nú í miðbænum.
Lemon hefur vakið lukku hjá Akureyringum og opnar nú í miðbænum.

Veitingastaðurinn Lemon opnaði á Ráðhústorgi í byrjun vikunnar en þetta er annar Lemon staðurinn sem opnar á Akureyri. Lemon er skyndibitastaður sem sérhæfir sig í samlokum og ferskum djúsum. Lemon opnaði á Glerárgötu í maí árið 2017 og hefur verið notið vinsælda á meðal Akureyringa. Staðurinn á Ráðhústorgi verður opin í hádeginu á virkum dögum frá klukkan 11 til 14 og á laugardagsnóttum.

Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir eru eigendur Lemon staðanna tveggja. Þau segja móttökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum á Glerárgötunni og fóru því að svipast um eftir minna húsnæði í miðbænum til þess að auka þjónustuna enn betur. „Þegar við fórum af stað byrjuðum við með um níu starfsmenn en þeir eru orðnir um 20 í dag og sjáum við fram á að þurfa að fjölga enn frekar við okkur,“ segja þau.

„Til að byrja með ætlum við að hafa hádegisopnun á virkum dögum og næturopnun á laugardagskvöldum í miðbænum. Með vorinu stefnum við á sama opnunartíma og er á Glerárgötu í dag.“

Þau Jóhann og Katrín segja ýmislegt á döfinni hjá Lemon. Auk þess að opna niðrí miðbæ munu þau bjóða grunnskólabörnum að sækja námskeið í samstarfi við Punktinn. Einnig er á dagskrá að bjóða uppá heimsendingu á kvöldin.


Nýjast