Krafa um styttingu vinnuviku án launaskerðingar

Í ályktun frá FSVA segir að stytting vinnuviku hafi mælst vel fyrir þar sem henni hefur verið komið …
Í ályktun frá FSVA segir að stytting vinnuviku hafi mælst vel fyrir þar sem henni hefur verið komið á og hafi hún haft jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði.

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FSVA) gerir kröfu um styttingu vinnuviku án þess að laun skerðist. Félagið samþykkti nýverið kröfugerð fyrir komandi kjarasamningaviðræður. Í ályktun frá félaginu segir að stytting vinnuviku hafi mælst vel fyrir þar sem henni hefur verið komið á og hafi hún haft jákvæð áhrif á starfsfólk og vinnustaði.

Þá leggur stéttarfélagið áherslu á að farin verði blönduð leið krónutölu og prósentuhækkana og laun þurfi að hækka um 7% til 25% með tilliti til samningstíma. Ljóst sé að hækka þurfi laun þeirra lægst launuðu umfram laun annarra. FVSA gerir kröfu um hækkun persónuafsláttar, sem og hækkun barna- og vaxtabóta.

„Ríkið hefur skert barna- og vaxtabætur töluvert á undanförnum árum með lækkun á skerðingarmörkum. Með þessu móti hefur enn verið vegið að þeim lægst launuðu, þ.e. fólki sem hefur treyst á þessar bætur,“ segir m.a. í ályktun.


Nýjast