Kostnaður við Listasafnið fór 400 milljónum fram úr áætlun

Endurbætur við Listasafnið á Akureyri eru nú áætlaðar um 840 milljónir króna. Upphaflega var áætlaður kostnaður 450 milljónir. Frá þessu er greint á vef Rúv.

Í skýrslu um endurbætur á Listasafninu á Akureyri síðan í september sést að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar hefur nær tvöfaldast síðan í fyrra. Þá var gert ráð fyrir 445 milljónum í verkið.

Talan hækkaði jafnt og þétt og nú hljóðar áætlunin upp á 835 milljónir með búnaði, 390 milljónum meira en áætlað var. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar og Listasafnsins hafa sagt þetta skýrast af breytingum frá upprunalegum áætlunum og ýmsum viðbótum, segir í frétt Rúv um málið.  


Nýjast