Kostar 1.500 krónur í Vaðlaheiðargöng

Stakt verð í Vaðlaheiðargöngin mun kosta 1.500 krónur fyrir fólksbíla en verðið í göngin var opinberað á vefnum veggjald.is í morgun. Hægt verður að kaupa sérstakar pakkarferðir í göngin og lækkar þá verðið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar.  Hægt verður kaupa 10 ferðir, 40, ferðir og 100 ferðir. Ef hundrað ferðir eru keyptar kostar stök ferð 700 kr.

Göngin opna formlega þann 12. janúar en mögulega verður hægt að opna í lok desember. Gjaldtaka hefst þó ekki fyrr en 2. Janúar.


Nýjast