Koma Krónunnar og Elko til Akureyrar seinkar

Óvíst er hvenær Akureyringar og nærsveitamenn geti verslað í Krónunni.
Óvíst er hvenær Akureyringar og nærsveitamenn geti verslað í Krónunni.

Opnun verslanarisana Elko og Krónunnar á Akureyri mun seinka um óákveðinn tíma þar sem enn á eftir að samþykkja nýtt deiliskipulag á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs hjá Festi, sem á báðar verslanirnar, segir að væntingar hafi staðið til þess að hefja framkvæmdir á þessu ári, en ljóst er að svo verði ekki.

„Okkar vilji er að hefja framkvæmdir sem fyrst en það er háð samþykki á nýju deiliskipulagi. Ég vona að við getum hafið framkvæmdir eitthvern tímann á næsta ári,“ segir Þórarinn. Vikudagur greindi í fyrra frá komu Krónunnar og Elko norður. Áætlað er að verslunirnar tvær verði báðar við Glerárgötu 36 og á milli verslananna verði bílastæði. Stefnt er að því að verslanirnar verði opnaðar á sama tíma.

Spurður hvort koma Costco til landsins hafi sett þessi plön í uppnám segir Þórarinn ekki svo vera. „Nei, þau áhrif ná ekki alla leið norður og það er mikill spenningur hjá okkur að koma til Akureyrar,“ segir Þórarinn. Áætlað er að um 10-15 starfsmenn muni starfa í Elko á Akureyri. -


Nýjast