Knattspyrnuhetjur framtíðarinnar á Húsavík um helgina

Frá Kiwanismótinu í fyrra sem er forveri Curiomótsins. Mynd/epe
Frá Kiwanismótinu í fyrra sem er forveri Curiomótsins. Mynd/epe

Á sunnudag verður Curiomótið í knattspyrnu haldið á Húsavík. Iðkendur í 8., 7., og 6. flokki af Norður- og Austurlandi munu etja kappi. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Curio hefur tekið að sér að styrkja mótið og mun gera það næstu ár. „Núna hafa um 9 félög skráð sig til móts með a.m.k 88 lið. Það verða því um 500 iðkendur að spila á Húsavíkurvelli á sunnudaginn,“ segir á heimasíðu Völsungs.

 


Nýjast