KA vann þrefalt í blaki

KA-menn höfðu ríka ástæðu til að fagna í gær. Mynd/Þórir Tryggvason.
KA-menn höfðu ríka ástæðu til að fagna í gær. Mynd/Þórir Tryggvason.

KA er Íslandsmeistari karla í blaki eftir sigur gegn HK í þriðja leik liðanna í KA-heimilinu í gær. KA vann einvígið 3-0 og náði þeim ótrúlega árangri í vetur að vinna þrefalt. KA er því Íslands,-deildar,-og bikarmeistari í blaki.

Í umfjöllun um leik KA og HK á vef KA segir að fyrsta hrinan hafi verið jöfn og spennandi. KA vann fyrstu hrinuna 25-22 og komst í 2-0 eftir sigur í annarri hrinu, 25-17. Þarna var titillinn í augsýn og KA-menn gerðu engin mistök í þriðju hrinunni og unnu hana örugglega, 25-15 og þar með leikinn 3-0.

Glæsilegur árangur hjá KA-mönnum í vetur sem eru óumdeilt besta blaklið landsins í karlaflokki.   


Nýjast