Hvítabirnir á Íslandi

Rósa Rut Þórisdóttir er höfundur bókarinnar.
Rósa Rut Þórisdóttir er höfundur bókarinnar.

Út er komin bókin Hvítabirnir á Íslandi eftir Akureyringinn Rósu Rut Þórisdóttur mannfræðing hjá Bókaútgáfunni Hólum. Bókin tekur fyrir landgöngur hvítabjarna frá landnámi til okkar tíma. Bókin byggir á áratuga heimildasafni föður hennar Þóris Haraldssonar, líffræðikennara við Menntaskólann á Akureyri, sem lést í byrjun árs 2014.

Auk sagna af eignlegum landgöngum er að finna, þjóðsögur, munnmælasögur, kvæði og annan fróðleik sem tengist hvítabjörnum á Íslandi í gegnum tíðina. Hér verður gripið niður í bókina og er Eyjaförðurinn þar undir:

„Í febrúarblaði Norðanfara 1881 segir að tvö bjarndýr, annað húnn á stærð við fullorðna sauðkind, hitt gráskjótt, tölvert stærra, hafi sést nálægt Gullbrekku í Eyjafirði í byrjun mánaðarins. Drengur sem hét Jóhannes Randversson var sá fyrsti til að koma auga á óþekkta hvíta skepnu við hús þar fyrir utan bæinn. Haraldur, maður nokkur frá Gilsá sem var næsti bær, var staddur á Gullbrekku, stekkur út með Jóhannesi og halda þeir að þetta sé hreindýr en sjá svo fljótlega af sköpulaginu að þetta er bjarndýrshúnn á stærð við fullorðna sauðkind. Haraldur fer aftur heim að bænum og segir bændunum þar, Tryggva og Frímanni, frá því hvað þeir hafi séð. Taka þeir bændur byssur sínar og fara af stað eftir slóð dýrsins og fylgja henni á fjall þar sem þeir týna slóðinni og snúa við.

Eftir að þeir Tryggvi og Frímann voru komnir af stað sér sami drengurinn annað dýr fyrir sunnan og ofan bæinn á Gullbrekku. Það dýr er gráskjótt og töluvert stærra en hið fyrra. Stærra dýrið tekur einnig stefnu á fjallið, örlítið frá brugðna þeirri sem minna dýrið tók, og sást það ekki framar. Þá er þess getið að í Öxnafelli hafi hross fælst óvenjulega á þessum tíma og maður á Æsustöðum hafi séð undarlega skepnu þar uppi í fjallinu, sem hann vissi ekki hvað var. Halda menn að það hafi verið annað dýrið."


Nýjast