Hríseyjarhátíðin um helgina

Líf og fjör verður í Hrísey um helgina. Mynd/Akureyri.is
Líf og fjör verður í Hrísey um helgina. Mynd/Akureyri.is

Hríseyjarhátíðin verður haldin um helgina, dagana 12. og 13. júlí og er búist við góðri aðsókn, enda dagskráin vegleg og veðurspáin góð. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar. Boðið verður upp á óvissuferðir, ratleiki, pönnufótbolta, traktorsferðir, gömludansaball, varðeld og brekkusöng og kvöldvöku með Bjartmari Guðlaugssyni svo fátt eitt sé nefnt. Hríseyjarferjan Sævar fer aukaferð á miðnætti laugardaginn 13. júlí.

Meðal dagskrárliða á föstudeginum er óvissuferð fyrir börn kl. 18 og kaffi í görðum kl. 15-18. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 13 þar sem m.a. er farið í traktorsferðir um þorpið, leiki og sprell í Íþróttamiðstöðinni, ratleikur og hópakstur dráttarvéla svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldvaka hefst kl. 21 og þar koma fram Bjartmar Guðlaugsson og Anton Líni. Dagskráina í heild má sjá á vef Akureyrarbæjar.


Nýjast