„Höfum mætt miklum skilningi gesta“

Höfðað er til skynsemi sundlaugargesta varðandi nánd og tveggja metra fjarlægð.
Höfðað er til skynsemi sundlaugargesta varðandi nánd og tveggja metra fjarlægð.

Sundlaugar á Akureyri verða áfram opnar í samkomubanninu vegna kórónuveirunnar en farið er að tilmælum stjórnvalda um fjöldatakmarkanir og er ekki heimilt að hleypa fleirum en 100 í sund í einu. Gerðar hafa verið ráðstafanir í klefum. Skápum í notkun hefur t.d. fækkað vegna fjarlægðarreglna og er aðeins þriðji hver skápur í notkun og aukin áhersla lögð á þrif og sóttvarnir.

„Við erum líka með öflugar vinnureglur varðandi þrif og sótthreinsun og höfðum til skynsemi gesta varðandi nánd og tveggja metra tilmæli með skiltum,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.

Hún segir verkefnið vissulega krefandi. „Við erum enn að læra hvernig best er að hafa vinnureglur og framfylgja þeim. Hér er því sífellt verið að endurskoða og breyta eftir því sem þurfa þykir. En við höfum mætt miklum skilningi gesta og þökkum fyrir það. Einnig er starfsfólk er að standa sig virkilega vel í nýjum og breytilegum aðstæðum,“ segir Elín.  


Nýjast