„Hér á að vera best að búa“

„Akureyri er gríðarlega vel búið bæjarfélag og ég hlakka til að taka þátt í því að auka íbúafjöldann…
„Akureyri er gríðarlega vel búið bæjarfélag og ég hlakka til að taka þátt í því að auka íbúafjöldann á svæðinu verulega,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

„Starfið leggst mjög vel í mig og ég hlakka til,“ segir Ásthildur Sturludóttir nýráðinn bæjarstjóri á Akureyri í spjalli við Vikudag. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. Ásthildur kemur til starfa um miðjan september og segist spennt fyrir því að flytja norður.

„Mér líst mjög vel á að setjast hér að og fjölskyldan er mjög spennt," segir Ásthildur. Hún segir mörg verkefni framundan sem eru krefjandi og skemmtileg og tækifærin séu fjölmörg til að efla samfélagið.  

„Hér á að vera best að búa," segir hún.

Ítarlegt viðtal er við Ásthildi Sturludóttur í Vikudegi sem kom út í gær. 

 


Nýjast