Helgi Björns á Græna hattinum

Helgi Björns verður á Græna Hattinum um helgina, föstudagskvöldið 2. nóvember og laugardagskvöldið 3. nóvember. Helgi Björnsson hefur átt gifturíkan feril sem söngvari, leikari og athafnamaður. Hann hefur leitt hljómsveitir eins og Grafík, SS Sól, Reiðmenn vindanna og Kokteilpinna, gefið út tónlist með þessum sveitum og í eigin nafni og löngu orðinn samofinn þjóðarsálinni með lögum sínum og textum.

Tónleikarnir hefjast kl.22.00 bæði kvöldin.

 


Nýjast