Hafna alvarlegum ásökunum á hendur yfirþjálfara hjá SA

Faðir stúlkunnar segir að yfirþjálfarinn hafi boðið stúlkunni út að borða utan Akureyrar og í bíó.
Faðir stúlkunnar segir að yfirþjálfarinn hafi boðið stúlkunni út að borða utan Akureyrar og í bíó.

Skautafélag Akureyrar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið vísar bug að yfirþjálfari hjá félaginu hafi brotið gegn iðkendum. Ómar Már Þóroddson, faðir stúlku sem æfir hjá félaginu, birti færslu á Facebooksíðu sinni í lok síðustu viku þar sem hann sagði að kona sína og dætur þurfi að flytja tímabundið burt vegna þess að yfirþjálfari í listhlaupadeild SA hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun í garð elstu dóttur hans.

Segir í færslu Ómars að yfirþjálfarinn hafi boðið stúlkunni út að borða utan Akureyrar og í bíó.

„Þegar hún vildi ekki fara með honum fór það eitthvað í pirrurnar á honum og fór hann að þjálfa dætur mínar illa. Þegar farið var að ræða þessa hluti við stjórn LSA var svarið að um misskilning væri um að ræða. Var haldin fundur með ÍBA og stjórn LSA og formanni SA þar sem jú það var viðurkennt að þetta mál með að þjálfarinn væri að reyna við iðkanda væri ÓHEPPILEGT. Það er alveg sama hvað er gert iðkandinn kemur alltaf illa út úr svona aðstæðum. En stjórn LSA var reyndar alveg sama,“ segir m.a. í færslu Ómars. 

Hann segir einnig að þau hjónin eigi afrit af nánast öllum tölvupóstsamskiptum og,  „voru tilraunir yfirþjálfarans um stefnumót við dóttur mína sem var undir lögaldri þegar þetta byrjaði vistaðar. Því það er alveg á hreinu að þjálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiða aðstæður."

Segja engar sannanir liggja fyrir

Í tilkynningu SA vegna málsins sem birtist á heimasíðu félagsins segir að í ljósi ásakana á þjálfara og stjórn LSA vilji félagið koma eftirfarandi á framfæri.

„Skautafélagið vann málið með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum," segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að SA telji málinu lokið af sinni hálfu og muni ekki sig frekar um málið.


Nýjast