Haffi í Grafarbakka - Jákvæðasti varamaður allra tíma

Völsungurinn og síðar Þórsarinn Haffi í Grafarbakka er hér með einu sigursælasta liði Víkings í sögu…
Völsungurinn og síðar Þórsarinn Haffi í Grafarbakka er hér með einu sigursælasta liði Víkings í sögunni, sjötti frá vinstri í aftari röð. Bróðir hans Helgi er fjórði frá hægri í sömu röð.

 Völsungar voru eitt sinn að spila á heimavelli, gekk bölvanlega og voru undir 0-5 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Þá ákvað þjálfarinn, Vilhjálmur Pálsson, að skipta inn á kornungum en afar markheppnum framherja, Bjarna Hafþóri Helgasyni, sem sé Haffa í Grafarbakka.

Áður en snáðinn skokkaði inn á völlinn, spurði hann þjálfarann: „Segðu mér Villi, viltu að ég breyti gangi leiksins eða stöðunni verulega?“ JS

 


Nýjast