Hafa áhyggjur af hinum börnunum

Bræðurnir Alfreð og Ívar að horfa saman á sjónvarpið, sennilega er Hæ Sámur   í tækinu. (27. apríl).
Bræðurnir Alfreð og Ívar að horfa saman á sjónvarpið, sennilega er Hæ Sámur í tækinu. (27. apríl).

Við höldum áfram þar sem frá var horfið í frásögn foreldra Ívars Hrafns um veikindi sem hann hefur glímt við frá fæðingu. Ívar Hrafn greindist með sjaldgæfan lifrarsjúkdóm, gallgangarýrð (biliary artesia). Vegna þessa hefur drengurinn verið inn og út af sjúkrahúsum og í haust má gera ráð fyrir að hann þurfi að dvelja í Gautaborg í Svíþjóð, jafnvel mánuðum saman eða þar til hann hefur fengið grædda í sig nýja lifur. Skarpur settist niður með foreldrum hans, Lindu Birgisdóttur og Baldri Kristinssyni á dögunum og hlýddi á átakanlega frásögn þeirra. Þetta er annar hluti viðtalsins en fyrri hlutann má nálgast í síðasta tölublaði.

Þegar við skildum við frásögnina í síðustu viku var Ívar Hrafn að jafna sig eftir aðgerð þar sem reynt var að koma tenginu úr lifur og niður í þarmana í von um að hann gæti notað sína eigin lifur. Þeir feðgar Baldur og Ívar Hrafn voru enn fyrir sunnan undir eftirliti en Linda hafði farið til Húsavíkur til að sinna hinum börnunum; þau eiga þrjú önnur börn. Baldur segist hafa notað tímann til að finna meira um sjúkdóminn á internetinu og m.a. komist í grúppu á Facebook með öðrum foreldrum barna með sama sjúkdóm og Ívar Hrafn greindist með. „Ég fer þá að lesa meira um þetta og þá fyrst getum við áttað okkur á því hvað er fram undan. Læknarnir vildu ekki gefa of mikið upp heldur taka aðeins eitt skref í einu. Þá áttum við á okkur á því að við erum komin í einhvern stóran pakka,“ útskýrir Baldur. Nokkrum dögum síðar fær hann að fara heim til Húsavíkur með drenginn. „Við erum útskrifaðir þarna feðgar og ég fæ lista yfir það sem ég þarf að kaupa og sæki hann daginn eftir í apótekið. Það kostaði 38 þúsund sem ég keypti þann dag.”

7.-13. maí lá Ívar Hrafn inni á barnadeild á Akureyri með eyrnabólgu, en það er ekki tekinn neinn séns og því fékk hann sýklalyf í æð því sykingamerkin í blóðprufunum hefðu líka geta verið í lifrinni. Fyrst vöru lyfin gefin í æð í höfðinu (skýrir höfuðfatið) síðan í hendi þegar hin nálin gaf sig. Mynd/ Linda Birgisdóttir

Í prentútgáfu Skarps má nálgast viðtalið í heild sinni en þar er meðal annars sagt frá því þegar Ívar Hrafn var sendur með hasti í sjúkraflug með bláæðablæðingu og niðurstöðunni að hann þarf til Svíþjóðar í haust í lifrarskipti.

- Skarpur, 12. júlí


Nýjast