Hættir sem sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit

Ólafur Rúnar Ólafsson.
Ólafur Rúnar Ólafsson.

Ólafur Rúnar Ólafsson hefur ákveðið að hætta sem sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit en frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins. Ólafur tók við stöðu sveitarstjóra á miðju síðasta kjörtímabili og kom til þeirra starfa úr lögmannsstörfum. Hann hefur nú ákveðið að snúa sér aftur að sínu fagi. Ólafur Rúnar mun gegna stöðu sveitarstjóra til 30. júní nk.

„Eyjafjarðarsveit mun þó áfram njóta liðsinnis hans í afmörkuðum verkefnum fram á haustið samkvæmt samkomulagi,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar sveitarstjórnar verður að ráða nýjan sveitarstjóra.

 


Nýjast