Hækkuðu laun sín um 66 prósent

Eiríkur Björn Björgvinsson
Eiríkur Björn Björgvinsson

Sagt er frá því í Féttblaðinu í dag að laun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar hækkuðu um 66 prósent á síðasta ári. Lífeyrissjóðurinn sem er alfarið rekinn af lífeyrissjóðnum Stapa er því  ekki með neinn starfsmann á sínum snærum.

Formaður stjórnar lífeyrissjóðsins, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri fékk hækkun upp á 66 prósent á milli ára. Þá lækkaði raunávöxtun sjóðsins úr níu prósentum í rúm tvö.

Aðrir aðalmenn í sjóðnum hækka úr 90 þúsund krónum í 150 þúsund. Auk Eiríks sitja í stjórn sjóðsins oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir hönd Akureyrar auk tveggja stjórnarmanna frá Kili stéttarfélagi.

Stapi lífeyrissjóður sér um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar í samræmi við samning sjóðanna þar um.

Markmiðið með samningnum er að tryggja góðan rekstur LSA sem og góða þjónustu við sjóðfélaga. Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs er jafnframt framkvæmdastjóri LSA. Fréttablaðið fjallar nánar um máliðNýjast