Göngubrúin vígð og hulunni svipt af nafninu

Mynd/Ragnar Hólm.
Mynd/Ragnar Hólm.

Formleg vígsla nýju göngubrúarinnar við Drottningarbraut á Akureyri fer fram kl. 17.30 í dag, fimmtudaginn 23. ágúst og þar verður jafnframt tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar um nafn á brúna. 

Nýir fánar verða dregnir að húni á sjö fánastöngum á brúnni, Lúðrasveit Akureyrar spilar, Karlakór Akureyrar - Geysir syngur og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, flytur stutt ávarp. Einnig mun Sigfús Karlsson, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu, kynna nýtt nafn brúarinnar.

 


Nýjast